Fæstir komast í gegnum innganginn

Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty.
Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. AFP

Langfæstir lesendur nýrrar bókar franska hagfræðingsins Thomas Pikketys, Capital in the 21st Century, komast lengra en á blaðsíðu 26, samkvæmt rannsókn Jordans Ellenbergs, stærðfræðiprófessors við Háskólann í Wisconsin.

Bók Pikketys hefur farið sigurför um heiminn á undanförnum mánuðum og er til að mynda fyrsta hagfræðibókin í langan tíma sem kemst á topp metsölulista víðs vegar um heim.

Bókin er hins vegar 685 blaðsíður að lengd og er því meira en að segja það að komast í gegnum hana alla. Eins og áður sagði benda niðurstöður rannsóknar Ellenbergs til þess að fæstir lesendur bókarinnar nái lengra en á blaðsíðu 26, en þá er inngangi bókarinnar ekki einu sinni lokið.

Ellenberg fékk aðgang að gögnum frá Amazon og skoðaði hversu margar blaðsíður lesendur undirstrikuðu þegar þeir lásu bókina í Kindle-lestölvunni. Flestar undirstrikanir komu á fyrstu 25 blaðsíðum bókarinnar. Fáir lásu lengra, að því er segir í frétt Wall Street Journal.

Í bókinni heldur Piketty því fram að skipting auðs í heiminum hafi ekki verið jafn ójöfn í yfir sjötíu ár. Hann bendir á að ef arður af fjár­magni vaxi hraðar en sjálft hag­kerfið, þá hafi það í för með sér að hlut­ur kapí­tal­ist­anna, sem eiga fjár­magnið, í þjóðar­tekj­um stækki á kostnað annarra.

Legg­ur Piketty til að lagðir verði of­ur­skatt­ar, allt að 80%, á auðmenn og aðra fjár­magnseig­end­ur til að stemma stigu við því sem hann seg­ir vera vax­andi ójöfnuði í heim­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK