Google reyndi að kaupa Spotify

AFP

Netrisinn Google reyndi á síðasta ári að kaupa Spotify. Wall Street Journal segir að Google hafi hætt við kaupin, enda hafi stjórnendum Google sænska tónlistarveitan ætlast til að fá alltof hátt verð fyrir fyrirtækið.

The Journal hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að eigendur Spotify hafi sagt fyrirtækið falt fyrir 10 milljarða dala, um 1.150 milljarða króna. Hins vegar hafi fyrirtækið aðeins skömmu áður verið metið 4 milljarða dala virði.

Spotify er leiðandi í heiminum í dreifingu tónlistar um netið. Notendurnir eru um 40 milljónir í 56 löndum.

Google festi nýverið kaup á sprotafyrirtækinu Songza, tónlistarveitu, sem sögð er ráðleggja fólki hvaða tónlist er best að hlusta á, eftir því í hvernig skapi það er. Talið er að Google hafi greitt um 15 milljónir dala, 1,7 milljarða króna, fyrir fyrirtækið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK