Hagnaður Apple jókst um 11,6%

AFP

Hagnaður Apple jókst á öðrum ársfjórðungi. Sala á iPhone, sérstaklega í Kína, er helsta skýringin á góðu uppgjöri fyrirtækisins nú. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að sala á iPad-spjaldtölvum hefur dregist saman. 

Tekjur Apple voru 37,4 milljarðar bandaríkjadala, 4.317 milljarðar króna, á ársfjórðungnum, 11,6% meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins var 7,7 milljarðar dala, eða 889 milljarðar króna. 

Á öðrum ársfjórðungi seldi Apple 35,2 milljónir iPhone, 13% fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK