Hrægammasjóður vildi skýrslur um eldgos

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Mbl.is/Ragnar Axelsson

Í kringum eldgosið í Eyjafjallajökli hafði hrægammasjóðurinn Elliott Management Corporation samband við við eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson og óskaði eftir skýrslum um gosið og líkindi á hvort það væri vaxandi eða dvínandi. Haraldur segir frá þessu á bloggsíðu sinni, en í samtali við mbl.is segist hann ekki hafa tengt þetta við að sjóðurinn ætti mikið undir hér á landi. Í ljósi umfjöllunar Kjarnans í síðustu viku, þar sem greint var frá því að Elliott væri stór eigandi krafna föllnu bankanna, segir Haraldur að hann hafi tengt þetta tvennt saman.

Haraldur, sem einnig er forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi, segir að væntanlega hafi starfsmenn Elliott rekist á nafn hans á netinu eða einhver hafi mælt með honum. Þeir höfðu allavega samband við hann af fyrra bragði og óskuðu eftir upplýsingum um gosið.

Mestan áhuga höfðu þeir á því að vita hvort gosið væri vaxandi eða að draga úr því. Haraldur segir að þeir hafi óskað eftir prósentutölum um þau líkindi. Haraldur vann nokkrar skýrslur fyrir þá, en hann segist áður hafa fengið álíka beiðnir þegar hann vann erlendis. Þetta hafi aftur á móti verið eina beiðnin meðan á Eyjafjallajökulsgosinu stóð.

Eftir að gosinu lauk sendi hann þeim einnig nokkrar skýrslur, en síðan hefur ekki verið neitt framhald á vinnu fyrir þá, að sögn Haralds.

„Ég vissi um þetta fyrirtæki, en ekki að það væri tengt eignum frá gömlu bönkunum,“ segir Haraldur og bætir við að það hafi komið flatt upp á sig þegar hann las um að félagið ætti kröfur á föllnu bankana.  

Elliott sjóðurinn hefur sérhæft sig í að sækja kröfur á ríki sem hafa ákveðið að greiða ekki skuldir sínar þrátt fyrir að hafa efni á því, allavega til langs tíma. Í umfjöllun Kjarnans er fullyrt að sjóðurinn eigi óverulegar kröfur á þrotabú Landsbankans, en séu orðnir umsvifamiklir innan annars þrotabús. Segir í umfjölluninni að þeir láti alþjóðlega banka halda á kröfunum fyrir sig.

Samkvæmt Kjarnanum á Elliott sjóðurinn kröfur á hendur tveimur þrotabúum …
Samkvæmt Kjarnanum á Elliott sjóðurinn kröfur á hendur tveimur þrotabúum bankanna. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK