Draga úr viðskiptum við Rússland

Royal Bank of Scotland bankinn hefur dregið úr umsvifum sínum …
Royal Bank of Scotland bankinn hefur dregið úr umsvifum sínum í Rússlandi í kjölfar viðskiptaþvingana ESB. AFP

Breski bankinn Royal Bank of Scotland hefur gefið út að hann hafi dregið úr lánastarfsemi til Rússlands eftir að Evrópusambandið samþykkti viðskiptaþvinganir á Rússland í vikunni. Segir bankinn að í kjölfar þróunarinnar í Úkraínu hafi lánshæfi rússneskra aðila verið yfirfarið, hámörk endurskoðuð og að takmarkanir væru á nýja fjármögnun.

Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu útlán bankans til Rússlands um 100 milljónir punda og stóðu í 1,8 milljörðum punda. Helmingur útlánanna er til rússneskra fyrirtækja og 600 milljónir til rússneskra banka og fjármálastofnana.

Í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins var sérstaklega horft til fjármála-, orku- og varnarmálageiranna, en fimm bankar voru sérstaklega nefndir. Það eru Sberbank, VTB, Gazprombank, VEB and Rosselkhozbank.

Royal Bank of Scotland er að 81% í eigu breska ríkisins, en honum var bjargað árið 2008 með 45,5 milljarða greiðslu frá ríkinu. Það er stærsta einstaka aðgerð ríkis í heiminum til að bjarga banka frá falli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK