Sumarfrí dregur úr umsvifum á markaði

Fjárfestar og starfsmenn fjármálafyrirtækja taka sumarfrí, líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. …
Fjárfestar og starfsmenn fjármálafyrirtækja taka sumarfrí, líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þetta sést vel á veltutölum frá Kauphöllinni. Styrmir Kári

Íslendingar halda margir hverjir í frí í júlí og ágúst og sést þetta hvað best í veltutölum frá Kauphöllinni. Viðskipti með hlutabréf í júlí minnkuðu t.a.m. um 54% frá fyrra mánuði og velta með skuldabréf dróst saman um 70% frá því í júní. Þetta sýna samtölur frá Kauphöllinni.

Viðskipti með hlutabréf í júlímánuði námu 13.897 milljónum eða 604 milljónum á dag. Það er 54% lækkun frá fyrri mánuði, en í júní námu viðskipti með hlutabréf 1.315 milljónum á dag. Þetta er 15% hækkun á milli ára.

Mest voru viðskipti með hlutabréf Icelandair Group fyrir 2.935 milljónir, Haga upp á 1.822 milljónir, Sjóvá-Almennra trygginga fyrir 1.450 milljónir og HB Granda fyrir 1.337 milljónir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% milli mánaða og stendur nú í 1.143 stigum.

Í lok júlí voru hlutabréf 17 félaga skráð á Aðalmarkaði og First North Iceland og nemur heildarmarkaðsvirði þeirra 608 milljörðum króna, samanborið við 488 milljarða í júlí 2013, en þá voru félögin einnig færri.

Viðskipti með skuldabréf námu 44 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 1,9 milljarða veltu á dag. Þetta er 70% lækkun frá fyrri mánuði, þegar viðskipti námu 6,4 milljörðum á dag og 55% lækkun á  milli ára. Í júlí í fyrra námu viðskipti 4,3 milljörðum á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK