„Alltof áhættusamt“ fyrir skattborgara

Guðlaugur Þór Þórðarson segir tilskipun ESB um innistæðutryggingar ekki ganga …
Guðlaugur Þór Þórðarson segir tilskipun ESB um innistæðutryggingar ekki ganga upp hér á landi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar í bönkum, sem til hefur staðið að innleiða í íslenska löggjöf, auki áhættu skattgreiðenda til muna.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra, að fjölmargar spurningar vakni áður en það sé sjálfgefið hvort og hvernig Ísland innleiði þessa tilskipun.

Samkvæmt tilskipuninni munu sparifjáreigendur njóta verndar að lágmarki hundrað þúsund evra, sem jafngildir tæpum sextán milljónum króna, fari banki í gjaldþrot. Innistæðutryggingin nemur í dag um tuttugu þúsundum evra, sem jafngildir rúmum þremur milljónum króna, fyrir hvern innistæðueiganda í viðkomandi banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK