Múrbúðinni var boðið í verðsamráð

Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar.
Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir í opnuviðtali við Viðskiptamoggann að starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar hafi boðið Múrbúðinni að taka þátt í verðsamráði árið 2010.

Samkeppniseftirlitið hafi samstundis verið upplýst um málið. Múrbúðin hafði þá unnið að undirbúningi þess að selja grófvörur, þ.e. plötur og timbur. Skömmu áður en salan hófst settur risarnir á markaðum sig í samband við starfsmenn verslunarinnar. 

„Starfsmaður Húsasmiðjunnar hringdi og starfsmaður Byko vingaðist við starfsmann hjá mér og í ljós kom að þeir vildu skiptast á upplýsingum. Þeir sögðu að það mætti ekki senda tölvupóst heldur yrði að hittast enda væri aldrei að vitað yfir hvaða gögn eftirlitsaðilarnir kæmust,“ segir Baldur í samtali við Viðskiptamoggann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK