Hagnaður Landsbréfa 75 milljónir

Landsbréf.
Landsbréf.

Hagnaður sjóðsstýringarfélagsins Landsbréfa, sem er í eigu Landsbankans, nam 75 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er aukning á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 53 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 493 milljónum króna, samanborið við 434 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Þá var eigið fé þess um 1.719 milljónir króna í lok júnímánaðar. Eiginfjárhlutfallið var jafnframt 59,46%. 

Umsvif framtakssjóða Landsbréfa jukust á fyrri helmingi ársins, að því er segir í tilkynningu. Horn II slhf. fjárfesti í þremur nýjum verkefnum fyrir 2,8 milljarða króna og Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF I) fjárfesti í þremur verkefnum fyrir 284 milljónir króna.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir að rekstur félagsins hafi gengið vel það sem af er ári og hafi sjóðir félagsins almennt skilað góðum árangri miðað við erfiðar markaðsaðstæður. „Sjóðaframboð Landsbréfa er mjög fjölbreytt og er þar að finna sjóði sem henta flestum fjárfestum. Landsbréf munu halda áfram að leggja metnað sinn í að stýra þeim fjármunum sem félaginu er treyst fyrir á öruggan og markvissan hátt í þágu sjóðfélaga,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK