Horn að kaupa Invent Farma

Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni.
Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni.

Framtakssjóðurinn Horn II er í viðræðum við Straum fjárfestingabanka um kaup á 23% eignarhlut Burðaráss, framtakssjóðs sem var stofnaður af Straumi, í spænska samheitalyfjafyrirtækinu Invent Farma.

Fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag, að viðræður eru langt á veg komnar en kaupverðið yrði í kringum fjórir milljarðar króna.

Hermann Már Þórsson, sem er yfir sérhæfðum fjárfestingum hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu Landsbréfum, segist í samtali við Morgunblaðið ekki geta tjáð sig neitt um málið. Horn II er 8,5 milljarða framtakssjóður sem var stofnaður af Landsbréfum í apríl 2013 en félagið er að fullu í eigu Landsbankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK