Hagnaður Arion 17,4 milljarðar

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn

Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2014 nam 17,4 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 5,9 milljarða króna á sama tímabili 2013. Arðsemi eigin fjár var 23,4% samanborið við 8,9% á sama tímabili árið 2013.

Heildareignir námu 949,0 milljörðum króna samanborið við 938,9 milljarða króna í árslok 2013.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir ennfremur, að eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins hafi verið 25,6% en var 23,6% í árslok 2013.  

„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er mjög góð og í takt við okkar væntingar. Grunnrekstur bankans einkennist áfram af stöðugleika og fjárhagslegur styrkur bankans heldur áfram að vaxa. Á undanförnum misserum höfum við unnið að því að auka vægi þóknanatekna í heildartekjum bankans og er ánægjulegt að sjá árangur af þeirri vinnu í þessu uppgjöri. Sala bankans á hlutum íHB Grandahf. setur mark sitt á uppgjörið með jákvæðum hætti. Salan áHB Granda og skráning fyrirtækisins á Aðallista Kauphallarinnar var mikilvægur áfangi fyrir okkur, en einnig var mikilvægt fyrir hlutabréfamarkaðinn á Íslandi að öflugt sjávarútvegsfyrirtæki væri skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Góð afkoma á tímabilinu styrkir enn frekar eiginfjárhlutfall bankans sem er nú 25,6% sem er vel yfir þeim kröfum sem gerðar eru til bankans. Þá greiddi bankinn eigendum sínum arð á tímabilinu,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í tilkynningu.

„Það er sérstakt ánægjuefni að hafa komið að tveimur stórum fjárfestingarverkefnum hér á landi undanfarna mánuði. Um er að ræða verkefni á vegum United Silicon annars vegar og Silicor Materials hins vegar. United Silicon er komið í framkvæmdafasa en Silicor er enn í þróun. Hvort tveggja mjög spennandi verkefni sem auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Þeim fylgja fjöldi nýrra starfa og auknar gjaldeyristekjur til framtíðar. Þessi verkefni kalla á mikla fjárfestingu hér á landi en það hefur háð íslensku efnahagslífi undanfarin ár að fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki. Það er því ánægjulegt að Arion banki geti með styrk sínum stuðlað að brautargengi þessara verkefna,“ segir Höskuldur ennfremur.

Tilkynning Arion banka

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK