Hagnaður Landsvirkjunar 4 milljarðar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ánægjulegt að nettó skuldir Landsvirkjunar …
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ánægjulegt að nettó skuldir Landsvirkjunar haldi áfram að lækka. mbl.is/Golli

Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 34,5 milljónum dala, eða sem samsvarar fjórum milljörðum króna. Nettó skuldir lækkuðu um 52,8 milljónir dala frá áramótum og voru í lok júní 2.376,4 milljónir dala, eða sem samsvarar 273,3 milljörðum króna.

Rekstrartekjur námu 203,2 milljónum dala (23,4 milljörðum) sem er 1,7% lækkun frá sama tímabili árið áður.

EBITDA nam 154,9 milljónum dala (17,8 milljörðum). EBITDA hlutfall er 76,2% af tekjum, en var 79,9% á sama tímabili í fyrra.
 
Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 54,4 milljónum dala (6,3 milljörðum), en var 67,1 milljón dala á sama tímabili árið áður og lækkar því um 18,9% milli ára.
 
Handbært fé frá rekstri nam 114,2 milljónum dala (13,1 milljarði) sem er 15,0% lækkun frá sama tímabili árið áður.
 
Fjárfestingar námu 48,5 milljónum dala (5,6 milljörðum). Handbært fé frá rekstri eftir fjárfestingar var því 65,7 milljónir dala (7,6 milljarðar).
 
Hagnaður tímabilsins var 34,5 milljónir dala (4 milljarðar).
 
Nettó skuldir lækkuðu um 52,8 milljónir dala frá áramótum og voru í lok júní 2.376,4 milljónir USD (273,3 ma.kr.).

„Á fyrri árshelmingi 2014 gekk reksturinn almennt vel þrátt fyrir tímabundnar áskoranir vegna vatnsstöðunnar. Ánægjulegt er að nettó skuldir Landsvirkjunar halda áfram að lækka en við höfum lagt mikla áherslu á það síðustu ár í ljósi skuldsetningar fyrirtækisins.

Tekjur lækkuðu frá sama tímabili í fyrra m.a. vegna þess að draga þurfti tímabundið úr framboði á ótryggri raforku vegna vatnsstöðu í miðlunarlónum í vor í samræmi við samninga við viðskiptavini sem leiddi til þess að tekjur voru um 10 milljónum USD lægri en gert var ráð fyrir. Þá hafði lægra álverð einnig áhrif á tekjur.

Ný aflstöð, Búðarhálsstöð, var  gangsett í mars og hefur rekstur hennar og orkuvinnsla staðið undir væntingum. Stefnt er að því að næstu verkefni verði á Norðausturlandi og héldu undirbúningsframkvæmdir við Þeistareykjavirkjun áfram á tímabilinu.

Eftirspurn eftir raforku á Íslandi virðist nú orðin meiri en framboð. Skrifað var undir raforkusölusamning við United Silicon um 35 MW af afli fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík og hefur öllum fyrirvörum í þeim samningi verið aflétt. Þar með aukum við enn á fjölbreytileika í stækkandi viðskiptamannahópi okkar. Verkefnið mun styrkja iðnþróun á Íslandi en kísilmálmframleiðsla á góða framtíðarmöguleika hér. Skrifað var einnig undir raforkusölusamning við PCC Bakki Silicon en ekki er búið að aflétta fyrirvörum vegna hans,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK