Mest keypt af ferðaþjónustu frá útlöndum

Ferðamenn við Seljalandsfoss.
Ferðamenn við Seljalandsfoss. Rax / Ragnar Axelsson

Þjónustujöfnuður við útlönd árið 2013 var hagstæður um 147,8 milljarða króna. Mest var selt til útlanda af samgöngu- og flutningaþjónustu. Mest var keypt af ferðaþjónustu.

Á árinu 2013 var seld þjónusta til útlanda fyrir tæpa 482,7 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir tæpa 334,9 milljarða króna.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. 

Samgöngu- og flutningaþjónusta nemur 190,5 milljörðum eða 39,5% af heildarútflutningi þjónustu. Næst á eftir samgönguþjónustu kom sala á ferðaþjónustu, sem nam 131,6 milljörðum eða 27,3% af heildartekjum vegna þjónustuútflutnings á árinu 2013.

Þjónustuviðskipti mest til og frá ESB ríkjum

Mest var keypt frá útlöndum af ferðaþjónustu, eða fyrir 103,5 milljarða, sem er 30,9% af heildarinnflutningi þjónustu. Næst á eftir ferðaþjónustu er önnur viðskiptaþjónusta, þar sem rekstarleiga er stærsti liðurinn, eða 29,6% af heildarinnflutningi þjónustu. Þar á eftir voru kaup á samgöngu- og flutningaþjónustu, sem nemur 17,9% af heildarinnflutningi á þjónustu árið 2013.

Samgöngu- og flutningaþjónusta skiluðu 130,7 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta skilaði 28,1 milljarða króna afgangi. Hins vegar var  60,7 milljarða króna halli af annarri viðskiptaþjónustu.

Þjónustuviðskipti voru mest til og frá ESB ríkjum, 43,9% af útfluttri þjónustu og 62,9% af innfluttri þjónustu. Afgangur var af jöfnuði við ESB sem nam rúmlega 1,1 milljarði á árinu 2013. Innflutningur og útflutningur á þjónustu árið 2013 er, eins og fyrri ár, mest við Bretland, Bandaríkin og Danmörku.

Töflur með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu hafa verið  birtar á vef Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK