Verslanakeðjur vilja á Hörpureit

Hörpureiturinn þar sem verslunarrýmið mun rísa.
Hörpureiturinn þar sem verslunarrýmið mun rísa.

„Ýmsar keðjur sem við höfum sóst eftir vilja koma á fleiri en einn stað. Þær vilja vera í miðbænum og stórum verslunarmiðstöðum. Með þessu eru búnar til tvær einingar sem hægt er að bjóða þessum stóru keðjum,“ seg­ir Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins, um væntanlega uppbyggingu félagsins á Hörpureitnum.

Í júlí undirrituðu Reginn hf. og Landstólpar þróunarfélag ehf. kaupsamning um kaup Regins á öllu versl­un­ar- og þjón­ustu­rými á reit­um eitt og tvö við Aust­ur­bakka 2, Hörpureitn­um svokallaða. Alls er um að ræða um átta þúsund fer­metra út­leigu­rými sem að megn­inu til er staðsett á 1. og 2. hæð bygg­ing­anna. 

Opnar vorið 2017

Verslunarmiðstöðin Smáralind er einnig í eigu Reg­ins og er áform­að að tengja starf­semi, rekst­ur og markaðsstarf Smáralind­ar við þenn­an nýja miðbæj­ar­kjarna í nánu sam­starfi við nú­ver­andi og nýja rekstr­araðila. Miklar breytingar verða einnig gerðar á Smáralind, en Helgi segir að þær verði kynntar nánar í nóvember. „Það liggur fyrir hvaða stefnu við tökum í þessu og nú vinnum við bara með ráðgjöfum að þeim skrefum sem við ætlum að taka,“ segir hann.

Áætlað er að verslunarrýmið á Hörpureitnum verði opnað vorið 2017. Helgi segir ýmsar keðjur hafa sýnt áhuga á rýminu en þó verður ekki gengið frá samningum strax. „Það er ekki skynsamlegt með svona löngum fyrirvara en við höfum verið í sambandi við ýmsa aðila og erum með ákveðnar hugmyndir,“ segir hann.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins ehf.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins ehf. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK