Íslenskt skordýrasnakk á BBC

Frumkvöðlarnir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson.
Frumkvöðlarnir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Ljósmynd/Arion banki

Fjallað er um skordýrasnakk sem tveir ungir íslenskir frumkvöðlar framleiða á vefsíðu BBC í dag. Þar segir að skordýr séu þekkt fæða í þróunarlöndum en tveir viðskiptamenn frá ólíklegu landi ætli nú að nota þau til þess að búa til próteinstangir.

„Þessi umfjöllun kom skemmtilega á óvart,“ segir Stefán Atli Thorodd­sen, sem stofnaði fyrirtækið Crowbar, ásamt Búa Aðal­steins­syni. Fyrirtækið var stofnað í kjölfar verk­efn­isins Startup Reykja­vík í júní og segir Stefán að vöruþróun sé nú í fullum gangi. „Við vorum að klára aðra prufutýpuna um helgina,“ segir hann.

Einungis náttúruleg hráefni

Uppistaðan í próteinstöngunum eru krybbur sem hafa verið þurrkaðar og muldar niður í duft. „Þetta er mjög náttúruleg vara miðað við aðrar á borð við mjólkurduft, sem búið er að vinna mikið,“ segir hann. „Við blöndum duftinu við ávexti, hnetur, súkkulaði, kanil og aðrar náttúrulegar vörur þannig að ekki þurfi að bæta við neinum aukaefnum.“

Stefnan er tekin á evrópskan markað á næsta ári. „Það eru þrír aðrir að gera svipaða hluti í Bandaríkjunum en við verðum með fyrsta orkustykkið í Evrópu þar sem skordýr eru notuð sem aðal uppspretta próteins,“ segir hann. Aðspurður um framboð á hráefni segir hann að einungis örfáir aðilar séu með leyfi til þess að rækta skordýrið til manneldis.

Þá segir hann blaðamanni með efasemdir að afurðin sé stórgóð á bragðið. „Á föstudag var haldin kynning í Arion banka þar sem við buðum fjárfestum að smakka prufutýpuna. Við vorum með þrjár uppskriftir tilbúnar og það var ekki einn einasti sem hikaði við að smakka á þessu. Viðtökurnar voru mjög góðar.“

Hér má sjá myndir af góðgætinu af Twitter síðu Crowbar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK