Staðan neikvæð um 182 milljarða króna

Hrein staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum við lok annars ársfjórðungs var neikvæð um 182 milljarða króna eða 10% af vergri landsframleiðslu ef frátaldar eru innlánsstofnanir í slitameðferð. Séu þær teknar með var staðan neikvæð um 7.483 milljarða króna eða 414% af landsframleiðslu samkvæmt tölum sem Seðlabanka Íslands.

„Talið er að slit innlánsstofnana í slitameðferð hafi neikvæð áhrif á hreinu stöðuna sem nemur 44% af vergri landsframleiðslu en önnur fyrirtæki sem unnið er að slitum á hafi jákvæð áhrif sem nemi 3% af vergri landsframleiðslu. Undirliggjandi erlend staða miðað við reiknað uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð og fyrirtækja sem unnið er að slitum á er því metin neikvæð um 51% af vergri landsframleiðslu.“

Til samanburðar hafi undirliggjandi staða í lok fyrsta ársfjórðungs 2014 verið talin neikvæð um 54% af vergri landsframleiðslu. Þannig hafi undirliggjandi staðan batnað um 3% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Virðishækkun á erlendum verðbréfum innlendra aðila, einkum lífeyrissjóðanna, hafi vegið þar þyngst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK