Domino's í útrás á Norðurlöndum

Örtröð var við opnunina í Ósló um helgina.
Örtröð var við opnunina í Ósló um helgina. Mynd/Domino's

„Við sjáum fyrir okkur samnorrænt eignarhald hjá Domino's á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino’s á Íslandi, sem opnaði fyrsta pítsustað keðjunnar í Noregi um helgina. Stefnt er að frekari landvinningum og segir Magnús að Svíþjóð sé næsti áfangastaður og þar á eftir Finnland, en í dag er Domino's í hvorugu landinu.

Staðurinn sem opnaður var um helgina er í hverfinu Lören í miðri Ósló en stefnt er að því að opna tvo til viðbótar í borginni fyrir áramót. „Þetta fór gríðarlega vel af stað hjá okkur og viðtökurnar voru frábærar,“ segir Magnús. „Salan var vel yfir því sem gerist í meðalbúð hjá okkur á Íslandi og fyrir fyrstu búðina í stórri borg telst það mjög gott,“ segir hann og bætir við að vanalega fari salan hjá nýjum Domino's-stöðum hægar af stað. 

Flestir Domino's-staðir á íbúa á Íslandi

Gert er ráð fyrir að staðirnir í Noregi gætu orðið allt að fimmtíu talsins, en við uppbyggingu keðjunnar verður stuðst við margt það sem gefist hefur vel á Íslandi, þar sem eru fleiri Domino’s-staðir á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar og mesta veltan á hvern viðskiptavin. Auk þess sem matseðillinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska þá mun reynsla Domino’s á Íslandi af sölu í gegnum net og pöntunar-app einnig koma að góðum notum en lögð verður mikil áhersla á netsölu og heimsendingar í Noregi.

Domino‘s er ein stærsta pítsukeðja í heimi með 11.000 veitingastaði á heimsvísu. Fyrirtækið er í fyrsta sæti pítsustaða sem bjóða heimsendingu í 38 löndum, þar á meðal Englandi, Indlandi, Frakklandi, Mexíkó og Ástralíu. Pantanir hjá Domino‘s fara í síauknum mæli í gegnum vefinn og fyrirtækið er í dag á meðal 5 söluhæstu fyrirtækja í heiminum í gegnum netið, ásamt m.a. Amazon og Apple.

Frétt mbl.is: Domino's hefur starfsemi í Noregi

Birgir Þór Bieltvedt ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino's í Evrópu.
Birgir Þór Bieltvedt ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino's í Evrópu. Mynd/Domino's
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK