Innflutningur á þorski til landsins nífaldast milli ára

Innflutningur á þorski á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, m.a. …
Innflutningur á þorski á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, m.a. frá Noregi, Grænlandi og Þýskalandi, er margfalt meiri en á sama tíma í fyrra. mbl.is/RAX

Um 3.129 tonn af þorski miðað við þyngd upp úr sjó voru flutt inn til Íslands á fyrstu sjö mánuðum ársins 2014. Er um níföldun magns að ræða, séu þessar tölur bornar saman við sama tímabil í fyrra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þessi vöxtur skýrist að mestu leyti af mikilli aukningu á innfluttum ferskum heilum fiski frá Noregi og Þýskalandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Markó Partners um þorsk í Norður-Atlantshafi, Seafood Intelligence Report.

Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greiningar hjá Markó Partners, segir aukninguna skýrast meðal annars af innflutningi á ferskum heilum þorski frá Noregi í febrúar, þar sem magnið var 740 tonn upp úr sjó, og innflutningi á ferskum heilum þorski frá Þýskalandi í júlí, þar sem magnið upp úr sjó var 1.051 tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK