Segja fólki að örvænta ekki

Rúblan hefur aldrei verið verðminni en nú. Margir Rússar eru …
Rúblan hefur aldrei verið verðminni en nú. Margir Rússar eru nú farnir að örvænta. Mynd/AFP

Rússnesk yfirvöld segja fólki í landinu að örvænta ekki þrátt fyrir að rúblan hafi fallið enn frekar í dag og er hún nú í sögulegu lágmarki frá því að hún var tekin upp árið 1998. Viðskiptabann Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins eru farnar að segja til sín en aðgerðirnar voru settar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. 

Verðbólgan í Rússlandi var töluvert há áður en viðskiptabannið var sett á og hafa Rússar áhyggjur af því að lækkandi rúbla muni auka enn á bólguna. 

Yfirlýsing stjórnvalda kemur á sama tíma og rússneski seðlabankinn tilkynnti um aðgerðir í efnahagsmálum til þess að bæta lausafjárstöðu bankanna í landinu. Eiga aðgerðirnar að vega upp á móti þvingunaraðgerðum Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins, sem koma í veg fyrir að rússneskir bankar geti sótt sér lánsfé erlendis frá. 

Sjá frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK