Tíu stærstu hlutabréfaútboðin

Frá kauphöllinni í New York.
Frá kauphöllinni í New York. AFP

Fastlega er búist við að frumútboð hlutabréfa í kínverska tæknifyrirtækinu Alibaba í Bandaríkjunum í dag muni slá heimsmet og verða það stærsta í sögunni. Gert er ráð fyrir að útboð Alibaba verði um 25 milljarða dollara virði og gefi fyrirtækinu markaðsverðmæti upp á um 168 milljarða dollara. Af þessu tilefni er ekki út vegi að líta yfir tíu stærstu útboðin hingað til.

  1. AgBankThe Agricultural Bank of China, eða landbúnaðarbanki Kína, safnaði 22,1 milljarði dollara í útboði sínu í Hong Kong og Sjanghæ árið 2010.
  2. ICBC, annað kínverskt fjármálafyrirtæki, Industrial and Commercial Bank of China eða Iðnaðar- og viðskiptabanki Kína, safnaði 21,9 milljörðum dollara í útboði sínu í Hong Kong og Kína árið 2006.
  3. AIA Group, sem er asískt útibú bandaríska tryggingafélagsins AIG, safnaði 20,4 milljörðum dollara árið 2010 í hlutabréfaútboði í Hong Kong.
  4. Visa Inc. Bandaríska kortafyrirtækið safnaði 19,6 milljörðum dollara árið 2008 í útboði félagsins í New York.
  5. NTT DoCoMo, sem er japanskt símfyrirtæki, safnaði 18,3 milljörðum dollara í útboði í Tókýó árið 1998.
  6. General Motors. Bandaríski bílaframleiðandinn náði sér aftur á strik eftir gjaldþrot með stóru útboði í New York og Toronto árið 2010 og safnaði 18,1 milljarði dollara.
  7. Enel, ítalskt orkufyrirtæki safnaði 17,4 milljörðum dollara árið 1999 í útboði í Mílanó og New York.
  8. Facebook. Þótt Facebook sé í áttunda sæti á félagið skráningarmet tæknifyrirtækja, sem sett var í maí 2012 þegar 16 milljarðar dollara söfnuðust í útboði þeirra í New York. Það met mun Alibaba þó líklega hrifsa til sín í dag.
  9. NTT, japanskt fjarskiptafyrirtæki sem áður var í ríkiseigu safnaði 13,6 milljörðum dollara í útboði félagsins í Tókýó árið 1986.
  10. Deutsche Telekom, útboð þýska fjarskiptafyrirtækisins í Frankfurt, New York og Tókýó safnaði 13 milljörðum dollara.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK