Telja Sjóvá of hátt verðlagða

Höfuðstöðvar Sjóvár.
Höfuðstöðvar Sjóvár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mælt er með sölu á bréfum Sjóvár í nýju virðismati IFS Greiningar, en félagið var skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrr á þessu ári.

IFS metur virði félagsins um 18,2 milljarða króna og er matsgengi 11,4 krónur á hlut, en gengi félagsins var 12,1 króna á hlut í lok dags í gær.

Í virðismati IFS kemur fram að Sjóvá hafi lagt áherslu á vöxt iðgjalda sem leiði til aukins markaðskostnaðar. Hafi iðgjöld Sjóvár vaxið á meðan þau hafi dregist saman hjá TM og VÍS. Hins vegar hafi kostnaður tryggingarekstrar hjá Sjóvá hækkað umtalsvert á sama tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK