Costco vegur kosti og galla Íslands

Stjórnendur Costco eru enn að vega og meta kosti og …
Stjórnendur Costco eru enn að vega og meta kosti og galla þess að koma til Íslands.

Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco til landsins en tillaga um afnám almennra vörugjalda auk mögulegra breytinga á áfengislöggjöf hafa án efa jákvæð áhrif þar á að sögn lögmanns Costco á Íslandi, Guðmund­ar Ingva Sig­urðssonar, hæsta­rétt­ar­lögmanns á Lex. „Þau eru enn að vega kosti og galla þess að koma til Íslands með búðina sína,“ segir hann.

Í vet­ur sagði Morg­un­blaðið frá áhuga Costco á að koma hingað til lands og var haft eft­ir Ragn­heiði El­ínu Árna­dótt­ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að hún liti málið björt­um aug­um. Síðar var greint frá því að horft væri til Kaup­túns í Garðabæ, en fé­lagið hef­ur einnig verið í sam­bandi við skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík til að koma upp versl­un á Korpu­torgi. Guðmundur segir fyrrgreindar staðsetningar ennþá vera helstu kostina þótt öllum möguleikum sé haldið opnum. 

Jákvæðar breytingar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp á næstunni um breytingar á áfengislögum þannig að sala áfengis verði gerð heimil í matvöruverslunum. Þá er í frumvarpi til fjárlaga lagt til að almenn vörugjöld verði afnumin. Án þess að Costco hafi formlega sagt til um það, hafa fyrrgreindar breytingar án efa jákvæð áhrif á mögulegan rekstur þess á Íslandi segir Guðmundur. „Þau eru bara að skoða hvað þetta myndi þýða. Þetta er allt saman jákvætt en er í skoðun. Þau vilja hafa allar upplýsingar á borðinu og taka sér tíma í það.“

Guðmundur segir ekki ljóst hvenær ákvörðun gæti legið fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK