Fjárlagahalli Portúgals of mikill

Efnahagsaðgerðum portúgalskra stjórnvalda mótmælt.
Efnahagsaðgerðum portúgalskra stjórnvalda mótmælt. AFP

Búist er við að fjárlagahalli Portúgals verði meiri á þessu ári en þarlend stjórnvöld stefndu að í kjölfar þess að þau neyddust til að taka upp nýjar bókhaldsreglur í samræmi við reglur Evrópusambandsins. Endurskoðuð spá gerir ráð fyrir að hallinn verði 4,8% af landsframleiðslu á þessu ári samkvæmt tölum sem birtar voru í dag.

Portúgal afþakkaði frekari alþjóðlega efnahagsaðstoð í maí en á enn í erfiðleikum með að halda opinberum fjármálum landsins innan þeirra marka sem kveðið er á um í reglum ESB. Ríkisstjórn Portúgals hafði áður stefnt að því að fjárlagahallinn yrði 4% á þessu ári. Ekki er lengra síðan en fyrr í þessum mánuði að fjármálaráðherra landsins, Maria Luis Albuquerque, hét því að fjárlagahallinn yrði innan þeirra marka samkvæmt frétt AFP.

Hækkunin upp í 4,8% skýrist einkum af því að stjórnvöld í Portúgal þurfa samkvæmt nýju bókhaldsreglunum að taka inn í skuldir hins opinbera skuldir fyrirtækja sem njóta ríkisábyrgðar. Gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn verði 8,3 milljarðar evra á þessu ári en af því koma 1,4 milljarðar evra til vegna skulda fyrirtækja sem starfa á sviði almenningssamgangna.

Fram kemur í fréttinni að nýju bókhaldsreglurnar hafi hins vegar einnig gert stjórnvöldum kleift að lækka spá um skuldastöðu portúgalska ríkisins vegna yfirstandandi árs. Spáin gerir nú ráð fyrir að skuldirnar muni nema 127,8% af landsframleiðslu en fyrri spá gerði ráð fyrir 130,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK