Miklar breytingar á flugstöðinni

Horft yfir brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Horft yfir brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. mbl.is/Sigurgeir

Vopnaleitarsvæðið á Keflavíkurflugvelli verður stækkað og rýminu breytt þannig að allir þurfa að ganga í gegnum Fríhafnarverslunina til þess að komast inn á almennt verslunar- og veitingarsvæði. Þá verður svæðinu breytt til þess að auka sýnileika verslana. 

Framkvæmdir hefjast í næstu viku og vonast er til þess að þær klárist næsta vor.

Þetta eru niðurstöður í vali á rekstraraðilum í veitinga- og verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og Isavia kynnti í dag. Sex verslanir og einn veitingastaður voru valin tiil að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastðir.

Joe and the Juice á völlinn

Nord mun áfram sjá um veitingasölu en í samstarfi við fyrirtækið Lagardére Services sem fyrir starfar á 27 flugvöllum í fjórum löndum. Nýtt fyrirtæki verður stofnað um reksturinn og mun það reka fjóra staði á flugvellinum; Sjálfsafgreiðslu, veitingastað með íslenskan mat, íslenskan bar þar sem boðið verður upp á íslenskan bjór og kaffihúsið Segafredo. Þá verður fimmti veitingastaðurinn Joe and the Juice en félagið Joe Ísland ehf. mun sjá um rekstur hans.

Ný tískuvöruverslun

Þær verslanir sem verða á flugvellinum eru Elko með raftæki, Optical Studio með gleraugu, Rammagerðin með minjagripi, 66°N með útivistarvörur, Bláa lónið með húðvörur, Eymundsson með bækur og tímarit og fyrirtækið ARG eða Airport Retail Group varð fyrir valinu til þess að reka tískuvöruverslun. Að sögn Isavia er fyrirtækið með reynslu af verslunarrekstri á flugvöllum og er m.a. með verslanir á flugvöllum í Osló, Bergen, Stokkhólmi, Helsinki og Gautaborg. Þá verður ein svokölluð sælkeraverslun þar sem áhersla verður lögð á íslenskar vörur og fyrrnefnt fyrirtæki í eigu Nord og Lagardére mun sjá um reksturinn.

Samtals bárust 71 tillaga og voru margar þeirra mjög vel unnar að mati valnefndarinnar sem skipuð var af fjórum aðilum frá Isavia og einum utanaðkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK