Samrunaviðræðum slitið

Hluthafar náðu ekki saman um skiptihlutföll í viðræðum Virðingar og …
Hluthafar náðu ekki saman um skiptihlutföll í viðræðum Virðingar og MP. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekkert verður af samruna MP banka og verðbréfafyrirtækisins Virðingar. Formlegum viðræðum um sameiningu félaganna, sem hófust fyrir um þremur vikum, verður hætt á næstu dögum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Hvorki Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, né Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, vildu tjá sig um málið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins varð snemma ljóst eftir að formlegar viðræður hófust að hluthafar MP banka og Virðingar höfðu uppi mjög ólíkar skoðanir um verðmat félaganna. Þannig höfðu hluthafar Virðingar uppi hugmyndir sem fólu það í sér að þeir myndu fara með umtalsvert meiri eignarhlut í sameinuðu félagi en MP banki gat fallist á. Ekki náðist því samkomulag um skiptihlutföll í samrunaferlinu og forsendur til að halda viðræðunum áfram ekki lengur fyrir hendi, segir í Viðskiptamogganum sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK