Endurbætur á Moggahöllinni

Moggahöllin eins og hún mun líta út eftir breytingar.
Moggahöllin eins og hún mun líta út eftir breytingar. Mynd/Reitir

Ásýnd gömlu Moggahallarinnar við Aðalstræti mun breytast á næstunni en efsta hæð hennar verður rifin og ný hæð með stórum gluggum og svölum að Ingólfstorgi kemur þar í staðinn.

Byggingin er í eigu fasteignafélagsins Reita og var hæðin sem byggð var til bráðabirgða fyrir tæpum sextíu árum að þeirra sögn algjörlega ónýt. Mikill hluti hæðarinnar er undir viðmiðunarlofthæð og lítið um glugga í stórum hluta rýmisins.

Framkvæmdir hefjast eftir helgi og verða þær fyrst um sinn lítt sýnilegar frá torginu en áætlað er að eftir um þrjár vikur verði settir upp kranar torgmegin. Ekki er komin föst dagsetning á lok verksins en talið er að það verði á vormánuðum.

Halda kostnaði niðri

Að sögn Reita verður byggingakostnaður hefðbundinn og hefur verktakinn, sem er ÍAV, unnið með þeim að því að finna leiðir til að halda kostnaði niðri og er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum íburði í því. Gert er ráð fyrir að á hæðinni verði hótelherbergi sem verða hluti af Centerhotel Plaza sem stendur þar við hlið en í dag eru þar skrifstofur hótelsins.

Mun breytingin létta ásýnd hússins á þeim hliðum er snúa að Aðalstræti og Ingólfstorgi og mun hækkun þakbrúnarframhúss að bakgarði og suðurhliðar bakhúss vart valda mælanlegum breytingum á skuggavarpi. Hæstu brúnir þaka verða óbreyttar í hæð miðað við núverandi hæðir.

Samtvinnaðir hagsmunir

Reitir keyptu húsið af Tryggingamiðstöðinni og eiga mikið af húsum þarna í kring, svo sem  Aðalstræti 2, 8, 12 og 14 til 18, Grjótagötu 4, Vesturgötu 2a, Austurstræti 8,10,12,12a og 14 ásamt fleiri eignum. Að sögn Reita er hagur þeirra þannig samtvinnaður hag annarra húseigenda og rekstraraðila í Grjótaþorpinu og í Kvosinni.

Byggingin var reist árið 1955 eftir uppdráttum Gunnars Hanssonar og samkvæmt upphaflegum áætlunum átti húsið að verða þremur heilum hæðum hærra auk þaksvala og inndregins þakhýsis. Að sögn Reita mun hin nýja áttunda hæð svipa mikið til þeirrar tólftu sem upphaflega var áætlað að byggja.

Í húsinu var lengi aðsetur Morgunblaðsins hefur því verið kennt við það. Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að Morgunblaðshúsið hafi verið reist á grundvelli skipulagshugmynda sem voru ríkjandi eftir síðari heimsstyrjöld um algera endurnýjun byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur í módernískum anda.

Morgunblaðshúsið við Aðalstræti.
Morgunblaðshúsið við Aðalstræti. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK