Neikvæð áhrif hækkunar VSK á ráðstöfunartekjur

Talið er að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts muni skila …
Talið er að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts muni skila sér að fullu út í verðlag en afnám vörugjalda og lækkun þess efra síður. Kristinn Ingvarsson

Ekki er gert ráð fyrir að atvinnuleysi breytist mikið á næstu árum og erum við að upplifa mun meira atvinnuleysi en þekktist á árunum fyrir hrun þrátt fyrir góðan bata á vinnumarkaðnum. Þetta kemur fram í nýrri hagspá ASÍ fyrir árin 2014 til 2016. Þá segir að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts muni skila sér að fullu út í verðlag en afnám vörugjalda og lækkun þess neðra síður.

3,5% atvinnuleysi út spátímann

Staðan á vinnumarkaði hefur farið batnandi undanfarið og spáir hagdeild ASÍ því að atvinnuleysi verði 3,7 prósent á þessu ári og svo 3,5 prósent að jafnaði út spátímann. Atvinnuleysi náði hámarki á árinu 2010 en starfandi einstaklingum fjölgaði ekki verulega fyrr en á síðasta ári þegar þeim fjölgaði um sex þúsund. Aðstæður hafa þá batnað enn frekar á þessu ári þótt úr atvinnuleysi dragi hægar en áður og batinn komi einkum fram í aukinni atvinnuþátttöku. Flest störf hafa orðið til í mannvirkjagerð auk þess sem fjölgun ferðamanna kemur fram í fjölgun starfa í verslun, gisti- og veitingaþjónustu.

Hagdeild ASÍ spáir umtalsverðum hagvexti á næstu árum sem drifinn er áfram af kröftugum vexti þjóðarútgjalda. Á þessu ári er gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 3,1% og mun hagvöxtur verða þar um kring út spátímann, 3,3% á næsta ári og 3,5% árið 2016. Hagdeildin sagði við kynningu á spánni að hún væri nokkuð jákvæð.

Hækkandi verðlag

Skuldalækkunaraðgerðir stjórnvalda eru taldar munu ýta undir aukna eftirpurn en nokkurrar óvissu þykir gæta um áhrif tillagna stjórnvalda um breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum á verðlag. Talið er að hækkanir á þeim vörum sem falla undir neðra þrep virðisaukaskattsins muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkun á vörugjöldum og neðra þrepi skili sér síður. Verði þetta raunin geta heildaráhrif breytinganna á verðlag og ráðstöfunartekjur orðið neikvæð.

Einkaneysla drífur hagvöxt áfram

Aukin einkaneysla og fjárfesting eru fyrst og fremst talin munu drífa áfram hagvöxt næstu ára.„Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartari en um langt árabil en fjárhagsleg staða heimilanna hefur batnað og lagt grunn að umtalsverðum vexti einkaneyslu á þessu ári. Skuldir heimilanna fara lækkandi, kaupmáttur launa vaxandi, væntingar hafa aukist og dregið hefur úr efnahagslegri óvissu,“ segir í spánni. Þetta samhliða skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda og skattkerfisbreytingum mun ýta undir töluverðan vöxt einkaneyslunnar á tímabilinu, eða 3,7%.

Engar meiriháttar breytingar eru á nýrri spá og fyrri spá hagdeildarinnar frá því í mars sl. 

Atvinnuleysi helst stöðugt þrátt fyrir batnandi stöðu á vinnumarkaði.
Atvinnuleysi helst stöðugt þrátt fyrir batnandi stöðu á vinnumarkaði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Hagspá ASÍ var kynnt í dag.
Hagspá ASÍ var kynnt í dag. mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK