Dróni myndar hótelframkvæmdir í Húsafelli

Hótelið er fellt inn í birkiskóginn í hjarta Húsafells.
Hótelið er fellt inn í birkiskóginn í hjarta Húsafells. Tölvuteikning/Onno

Í myndbandi sem tekið var úr dróna af framkvæmdum við Hótel Húsafell má sjá að um feiknarsmíð er að ræða. Allt er á áætlun þótt veðrið á næstu vikum sé ákveðið happdrætti. Stefnt er að opnun þann 17. júní á næsta ári. Þetta segir Bergþór Kristleifsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar í Húsafelli sem stendur að framkvæmdinni.

Hót­elið er fellt inn í birki­skóg­inn í hjarta Húsa­fells, á milli þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar og sund­laug­ar­inn­ar. Í miðjunni er tveggja hæða þjón­ustu­bygg­ing sem graf­in er niður í hraunið. Þar verður meðal ann­ars 100 manna veit­ingastaður á efri hæð. Á þeirri neðri verður fjöl­nota­sal­ur og aðstaða fyr­ir úti­vistar­fólk, til dæm­is þurrkaðstaða, geymsl­ur fyr­ir göngu­skó og ann­an búnað auk útgangs að sund­laug­inni. Út frá þess­ari miðju eru gisti­álm­ur með alls 36 rúm­góðum gisti­her­bergj­um en mögu­leiki er að bæta við svo þarna verði 50 her­bergja hót­el.

Bókanir hafnar

Um tuttugu manns starfa nú við uppbygginguna og segir Bergþór  að um þriggja vikna steypuvinna sé eftir en vonir standa til um að byggingin verði fokheld fyrir jól.

Byrjað er að taka við bókunum og segir Bergþór þær fara ágætlega af stað en von er á fyrstu gestunum þann 15. júlí.

Myndbandið tók Alexander Eiríksson

Fyrri frétt: Hótel í hjarta Húsafells

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK