Markaðssetur Ísland fyrir ríka ferðamenn

Ninna Hafliðadóttir
Ninna Hafliðadóttir mynd/Meet in Reykjavík

Ninna Hafliðadóttir hefur verið ráðinn sem „Director of High End & Luxury Marketing“, nýstofnaðri einingu innan Meet in Reykjavík.

Markmiðið er að styrkja ímynd Reykjavíkur og Íslands í augum vel stæðra ferðamanna, markaðssetja áfangastaðinn og stuðla að langtímastefnumörkun á þessu sviði. Stofnaðilar verkefnisins eru Icelandair Group, Bláa Lónið, Landsbankinn og Meet in Reykjavík en gert er ráð fyrir fleiri þátttakendum á næstu mánuðum.

Ninna er með yfir 20 ára reynslu á sviði sölu og markaðsmála. Hún var framkvæmdarstjóri verslunarsviðs 66° Norður um árabil og sá þar um stefnumótun og tengingu við vel stæða ferðamenn í gegnum samstarfsaðila. Þá var hún verkefnastjóri í markaðsdeild Valentino í New York og sá um að halda utan um og skipuleggja allan stuðning vegna auglýsinga og útlána á fatnaði til leikara vegna verðlaunaathafna og viðtala. Hún starfaði einnig sem framkvæmdarstjóri verslunarsviðs J. Lindeberg í New York, sölustjóri Joseph í New York og Creative Director hjá Baby Guess í Los Angeles og var ábyrg fyrir opnun allra verslana þeirra í Bandaríkjunum.

Ninna er með BA gráðu í sölu og markaðsfræðum frá American College for the Applied Arts í Los Angeles.

Það er mjög ánægjulegt að fá Ninnu um borð í þetta spennandi verkefni þar sem hún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu sem tengist lúxus markaðnum á margvíslegan hátt. En Ninna var valin úr hópi margra mjög hæfra umsækjenda,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson Framkvæmdarstjóri Meet in Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK