Sumir verða hissa á þessu

Eitt djúpfaranna í verksmiðju Teledyne Gavia við Vesturvör í Kópavogi.
Eitt djúpfaranna í verksmiðju Teledyne Gavia við Vesturvör í Kópavogi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Í Vesturvör í Kópavogi vinna 25 manns við hönnun, framleiðslu og sölu á dvergkafbátum eða svonefndum djúpförum. Byggist starfsemin á íslensku hugviti og tækniþekkingu. Hafa 50 djúpför verið smíðuð frá því fyrirtækið var stofnað fyrir nokkrum árum undir nafninu Hafmynd. Það heitir nú Teledyne Gavia og er í bandarískri eigu, en nánast öll starfsemin fer fram hér á landi.

„Sumir viðskiptavina okkar verða hissa þegar þeir uppgötva að þetta er framleitt á Íslandi,“ segir Arnar Steingrímsson sölustjóri. Djúpförin hafa þann kost að vera búin til úr einingum sem kaupandi getur sett saman að vild. Hægt er að setja í þau ný mælitæki eða nema þegar þau koma á markað. Einnig hvers kyns myndavélar.

Kaupendur dvergkafbátanna eru nær eingöngu erlendir aðilar. Þeir eru notaðir til varna og gæslu, björgunar, olíuleitar og hvers kyns rannsókna í hafinu á vegum háskóla, stofnana og fyrirtækja. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK