Hafa fjárfest í Breiðholti fyrir 700 milljónir króna

„Kauptækifærum miðsvæðis hefur fækkað en ýmis tækifæri eru í úthverfum,“ segir Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu GAM Management hf. (Gamma). Hann er sjóðsstjóri sjóðanna Eclipse fjárfestinga slhf. og Centrum fjárfestinga slhf., sem halda utan um íbúðarfjárfestingar Gamma.

Sjóðirnir tveir hafa fjárfest í um 400 leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu og eiga Leigufélag Íslands hf., ásamt Upphafi hf. Samanlagðar íbúðarfjárfestingar Eclipse og Centrum nema um sjö milljörðum króna, að sögn Sölva.

Markaðurinn undirverðlagður

Sölvi er þeirrar skoðunar að fasteignamarkaðurinn sé ennþá undirverðlagður. Þó verði að taka tillit til þess að hækkun fasteignaverðs miðsvæðis í Reykjavík hafi verið meiri en annars staðar. „Ekkert bendir til þess að það sé verðbóla á markaðnum. Ég sé ennþá kauptækifæri á þessum markaði.“

Nokkuð er síðan sjóðirnir hættu að fjárfesta í íbúðum í miðbæ Reykjavíkur. „Mönnum virðist yfirsjást að það eru tækifæri annars staðar en í miðbænum. Íbúðir þar hafa hækkað hratt og kauptækifærum hefur fækkað. Á sama tíma höfum við séð ýmis tækifæri annars staðar. Við höfum til að mynda fjárfest í Fella- og Seljahverfinu í Breiðholti. Okkur finnst það spennandi fjárfestingakostur.“

Um álitleg fjölskylduvæn hverfi sé að ræða, með hagkvæmum íbúðum, sem eftirspurn sé eftir á markaðnum. Hann telur Breiðholtið hafa verið verulega undirverðlagt fram til þessa. „Hvort sem þú lítur til staðsetningar, uppbyggingar eða viðhalds íbúða, þá er margt mjög spennandi við Breiðholtið. Það er því ekki að ástæðulausu sem við höfum verið að fjárfesta frekar mikið þar.“ Eclipse og Centrum hafa fjárfest í um 40 íbúðum í Breiðholtinu, fyrir 700-800 milljónir króna. Sölvi útilokar ekki að sjóðirnir kaupi fleiri íbúðir þar.

Fjárfestingartækifærin eru í Breiðholti
Fjárfestingartækifærin eru í Breiðholti mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK