Icelandair hagnast um 10,4 milljarða

mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Icelandair Group nam um 10,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og jókst um 2,5 milljarða frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam tæpum átta milljörðum króna.

EBITDA nam um 15,1 milljarði króna samanborið við tæpan 12,5 milljarð króna á síðasta ári. Heildartekjur jukust um 13 prósent og var eiginfjárhlutfall 46 prósent í lok september. Handbært fé frá rekstri var um 708 milljónir króna samanborið við 3,7 milljarða í fyrra.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir millilandaflug hafa gengið vel á ársfjórðunginum og að framboð í leiðakerfinu hafi verið aukið um 19 prósent frá fyrra ári. Sætanýting var þá 84,2 prósent og jókst um 0,7 prósentustig frá fyrra ári. „Tæplega 970 þúsund farþegar ferðuðust með félaginu í fjórðungnum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Aukin umsvif í millilandaflugi ásamt mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands höfðu jákvæð áhrif á aðra starfsemi samstæðunnar,“ er haft eftir Björgólfi í yfirlýsingu.

„Fjárhagslega er félagið mjög sterkt og tilbúið til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar, en þegar hefur verið tilkynnt um áætlanir um 12 prósent vöxt í millilandaflugi á næsta ári. Vegna góðs gengis á þriðja ársfjórðungi gerum við nú ráð fyrir að EBITDA ársins 2014 muni nema 150 til 155 milljónum USD (18 til 19 milljarðar íslenskra króna) sem er hækkun frá áður útgefinni afkomuspá,“ segir Björgólfur.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK