Óvenju góður hagvöxtur í Bandaríkjunum

Horfurnar eru ágætar í Bandaríkjunum.
Horfurnar eru ágætar í Bandaríkjunum. AFP

Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,5 prósent á þriðja ársfjórðungi og því betri en spár höfðu gert ráð fyrir. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja prósentustiga vexti.

Atvinnuleysi hefur þá ekki verið minna í sex ár, útflutningur hefur aukist og Seðlabankinn tilkynnti í gær að aðgerðaráætlun bankans til að koma hreyfingu á hagkerfið væri lokið. Er allt þetta talið benda til þess að hagkerfið sé á góðri leið.

Reiknað er með 3,1 prósent hagvexti á næsta ári og þriggja prósenta vexti árið 2016. 

Útflutningur jókst um 7,8 prósent á síðasta ársfjórðungi en sérfræðingar hafa þó spurt hvort mögulegt sé að halda vextinum stöðugum þar sem efnahagurinn sé á niðurleið í mörgum helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna.

Vöxtur einkaneyslu var um 1,8 prósent á fjórðunginum og því heldur hægur. Góð skilyrði eru þó fyrir vexti þar að sögn að sögn Paul Ashworth, hagfræðings hjá Capital Economics. Í samtali við BBC sagði hann ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukist um 2,7 prósent og þegar tekið væri tillit til minnkandi atvinnuleysis væru horfurnar góðar.

Hagvöxtur hefur ekki verið betri á tveimur ársfjórðungum í röð frá árinu 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK