Starbucks sendir kaffibollann heim

Hægt verður að panta kaffibolla heim að dyrum eða beint …
Hægt verður að panta kaffibolla heim að dyrum eða beint í vinnuna. AFP

Kaffihúsakeðjan Starbucks hyggst bjóða upp á heimsendingarþjónustu frá og með miðju næsta ári en viðskiptavinir geta þá pantað sér kaffibolla í gegnum app í símanum. Þá verður einnig hægt að leggja inn pöntun áður en mætt er á staðinn og sleppa þannig við biðraðir.

Framkvæmdastjóri Starbucks sagði að fyrirtækið væri í sókn og að hugsunin væri að aðlagast breyttu neytendamynstri og færa sig þannig yfir á internetið. Tilkynnt var um þetta í gær á símaráðstefnu þar sem farið var yfir afkomu fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi en hagnaður fyrirtækisins var minni en spár höfðu gert ráð fyrir. Hagnaðurinn nam 4,18 milljörðum dollara en reiknað hafði verið með 4,24 milljarða dollara hagnaði.

Markaðshlutdeild Starbucks hefur dregist heldur saman að undanförnu en skyndibitastaðir og veitingastaðir sem selja kaffidrykki virðast farnir að toga til sín viðskiptavini.

Þá kom einnig fram að fyrirtækið hyggst einbeita sér í frekari mæli að tesölu sem hefur farið vaxandi á liðnu ári.

AP greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK