Björn: Þeir fara í þrot sem ekki borga

„Hefðin í íslenska dómskerfinu er nú bara sú að þeir sem ekki borga eru settir í þrot,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class, í samtali við mbl.is um 663 milljón króna gjaldþrot félagsins Sportfitness ehf.

Árið 2006 stofnuðu Guðmund­ur Ágúst Pétursson, eigandi Sportfitness, og Björn fé­lagið Þrek Hold­ing ehf. til kaupa á danska lík­ams­ræktar­fyr­ir­tæk­inu Equin­ox. Áttu fé­lög­in Þrek ehf., fé­lag Björns, sem síðar hér ÞS69 ehf. og Sport­fit­n­ess ehf., fé­lagið til helm­inga. Að Dan­merk­urút­rás­inni stóð þá einnig fjár­fest­ing­ar­bank­inn Straum­ur-Burðarás sem veitti fé­lag­inu lán fyr­ir kaup­un­um. Sportfitness ehf. og Þrek ehf. gengu í ábyrgð fyrir láninu og sagði Guðmundur í samtali við mbl að ábyrgðin hefði gert út af við félagið.

„Setti bara eignalaust félag í þrot“

Björn Leifsson segir félag sitt hafa keypt umrædda kröfu af Straumi þegar hann fékk félag sitt til baka er það var við gjaldþrot og í kjölfarið gert samkomulag um uppgjör lánsins. Lánið hljóðaði upphaflega upp á 400 milljónir króna, og báru félögin tvö ábyrgð á því til helminga. Þetta var þegar danska krónan var á genginu 10. Björn segir að Straumur hafi síðar ætlast til þess að hann myndi greiða greiða 1.150 milljónir króna og þar með einnig hlut Guðmundar Ágústs. „Ég geri upp við Straum og sæki svo á hann til að reyna fá hann til að borga sinn hluta lánsins sem við tókum saman.“

„Réttarsáttin kemur mér ekki við“

Aðspurður um orð Guðmundar, þar sem hann segir gjaldþrotabeiðnina hafa verið „hefndarráðstöfun“ segir hann sinn tilgang hafa einungis verið að fá það greitt sem honum bar. „Eru bankarnir í hefnd við alla sem þeir setja í þrot?“ spyr hann. „Ég setti bara eignalaust félag í þrot og þetta er ekki meiri hefnd en svo að félagið stóð bara ekki við sínar skuldbindingar.“

Aðspurður um réttarsáttina sem Guðmundur sagði að gerð hefði verið við þrotabú Þreks ehf. (ÞS69) um lánið, segir Björn hana hafa verið gerða við skiptastjóra búsins og sé honum óviðkomandi. „Ég fékk félagið til baka og það varð aldrei gjaldþrota,“ segir hann. „Réttarsáttina gerir hann við skiptastjóra og mér kemur hún ekkert við.“

Frétt mbl: „Hefndarráðstöfun hjá Birni“

Lánið kom til vegna Danmerkurútrásar Björns og Guðmundar.
Lánið kom til vegna Danmerkurútrásar Björns og Guðmundar. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK