Vill 429 milljarða í skaðabætur

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Ljósmynd/Tom Stockill

„Þrátt fyrir að upplýsingar um mögulegar kröfur og málaferli hafi verið sendar fjölmiðlum, þá hafa hvorki Kaupþing né Jóhannes Rúnar fengið upplýsingar eða gögn um kröfurnar og er þeim því ómögulegt að taka afstöðu til málsins í smáatriðum.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá slitabúi Kaupþings en vísað er til þess að breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz og tengdir aðilar hafi með fréttatilkynningu í dag tilkynnt að þeir ætluðu að höfða mál á hendur Kaupþingi og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni hrl., meðlimi slitastjórnar ásamt öðrum, fyrir dómstóli í Bretlandi og gera kröfur um að þeir yrðu dæmdir til að greiða skaðabætur að fjárhæð 2,2 milljarða punda sem samsvarar tæplega 429 milljörðum íslenskra króna.

„Það er ekki stefna Kaupþings að fjalla um einstök viðskiptatengd málefni en þó má segja að þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur Kaupþingi og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni hrl. eru með öllu haldlausar.“

Frétt mbl.is: Tchengiuz íhugar að stefna Kaupþingi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK