Kom á milli Björgólfs og Claudiu

Claudia Schiffer og Björgólfur Thor.
Claudia Schiffer og Björgólfur Thor.

Ég bað Claudiu afsökunar á meðan ég fylgdi blindfullum Murdoch í bílinn. Svona lýsir Björgólfur Thor endalokum stuttra kynna hans og ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer í Davos í Sviss.

Þetta kemur fram í nýrri bók Björgólf­s sem kom út í gær.

Björgólfur segir margar dyr hafa opnast eftir að hann komst á forsíðu tímaritsins Forbes. Aðgengi að árlegu alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos, eða World Economic Forum, var eitt þeirra tækifæra. Þar segist hann hafa hitt marga mæta menn; Sir Richard Branson, Sergey Bin og Larry Page, stofnendur Google og Jack Ma, stofnanda Alibaba tæknirisans, sem undanfarið hefur verið áberandi í fréttum. 

Ein ráðstefnan virðist þó hafa staðið upp úr. Þegar hann var beðinn um að taka á móti og sjá um heiðursgestinn Claudiu Schiffer. Hann segist hafa verið yfir sig spenntur en rétt í þann mund er hann fór niður í anddyri til að taka á móti henni hringdi síminn. Í símanum var yfirmaður Blackstone Group, Steve Schwarzman, sem vildi hitta hann eftir fimm mínútur. 

Blindfullur Murdoch í eftirdragi

Greip Björgólfur þá í næsta mann sem hann þekkti og sagði: „Ég er með draumastarfið fyrir þig. Viltu taka við því?“ Maðurinn játaði því og Björgólfur fór og hitti Steve. „Ég vona að þú áttir þig á því, að með því að hitta þig í dag, er ég að fórna því að hitta Claudiu Schiffer,“ var það fyrsta sem Björgólfur sagði á fundinum. „Í alvöru? Er hún hér?“ sagði Steve. „Já, hún er hér. Hún var að ganga inn í veisluna niðri,“ sagði Björgólfur og bætir við að eftir þetta hafi Steve haft meiri áhuga á veisluhöldunum en fundinum.

Eftir fundinn hittu þeir félagar þó fyrirsætuna og við spjallið komst Björgólfur að því að þau voru nágrannar. En samtalinu var hins vegar snögglega lokið þegar aðstoðarmaður Björgólfs kom með Rupert Murdoch blindfullan í eftirdragi. Hann hafði verið í veislunni hjá Google í salnum við hliðina á og fengið sér einu kampavínsglasi of mikið.  Ljóst var að Murdoch þyrfti að komast aftur á hótelið og þar sem Björgólfur var sá eini sem gat gefið bílstjóranum sínum fyrirmæli þurfti hann að fylgja honum. Er hann snéri aftur í veisluna var Claudia horfin. „Þetta eru fimmtán mínútur af Davos í hnotskurn,“ segir Björgólfur.

Frétt mbl.is: Egóið leiddi hann til bankakaupa

Frétt mbl.is: „Ég er samningafíkill“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK