Þjóðverjar sætta sig við samninginn

Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra Þýskalands.
Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra Þýskalands. AFP

Ríkisstjórn Þýskalands hyggst samþykkja fyrirhugaðan fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Kanada þrátt fyrir að í honum sé ákvæði um vernd fjárfesta sem þýskir ráðamenn óttast að kunni að draga úr vægi umhverfisverndarlaga og laga um neytendavernd.

„Ef önnur ríki Evrópusambandsins vilja þennan samning þá mun Þýskaland samþykkja hann líka. Það er engin önnur leið,“ sagði efnahagsmálaráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, í ræðu á þýska þinginu á fimmtudaginn samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com. 

Þýsk stjórnvöld höfðu áður gert alvarlegar athugasemdir við veru umrædds ákvæðis í fríverslunarsamningnum og gefið í skyn að þau myndu að óbreyttu ekki samþykkja hann. Hliðstætt ákvæði er að finna í fyrirhuguðum fríverslunarsamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem vakið hefur upp mikil mótmæli innan sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK