Ákvörðun Costco liggur ekki fyrir

Enn hefur ekki verið gengið frá samningum vegna húsnæðis undir …
Enn hefur ekki verið gengið frá samningum vegna húsnæðis undir Costco verslun við Kauptún í Garðabæ. Guðmundur Ingvi, lögfræðingur Costco, segir að enn sé þó verið að ræða við eiganda húsnæðisins.

Ekki er enn búið að ganga frá samningum um leigu eða kaup á húsnæði undir verslun Costco við Kauptún í Garðabæ. Þá hefur endanleg ákvörðun um hvort verslunin opni á Íslandi ekki verið tekin ennþá. Þetta segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Costco hér á landi.

Í gær var haft eftir Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, að Costco hefði valið Kauptún fram yfir Korputorg og að áætlað væri að opna fyrir næstu jól. Guðmundur segir allar yfirlýsingar um opnunina vera ótímabærar enn sem komið er „Það er ekki búið að skrifa undir neina samninga um neitt húsnæði þannig að ég get ekki gefið neinar frekar útskýringar hvað var sagt þarna,“ segir Guðmundur.

Hann segir málið enn vera ófrágengið og að viðræður standi yfir við eiganda hússins. Aðspurður hvort sótt hafi verið um einhverjar ívilnanir til Garðabæjar vegna komu félagsins segir Guðmundur svo ekki vera, en bæði Garðabær og Reykjavík hafa lýst miklum áhuga á að fá verslunina í sitt sveitarfélag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK