Fyrsta íslenska leigubílaappið

Bifreiðastöð Reykjavíkur hefur látið þróa nýtt leigubílaapp sem tekið verður í notkun í byrjun næsta árs. Með appinu er hægt að panta bíl með einum smelli auk þess sem hægt er að greiða með appinu.

Appið hefur verið í þróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Reontech í tvö ár en Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir leit að góðu kerfi hafa staðið yfir í tuttugu ár. Nú sé það komið í prufuferli hjá fyrirtækinu og verður aðgengilegt viðskiptavinum í byrjun næsta árs í gegnum App Store fyrir iPhone síma og Play Store fyrir Android síma.

Veita sérþörfum útrás með appinu

Í appinu verður hægt að sjá hvar bíllinn er staddur og áætlaðan komutíma hans en viðskiptavinir fá síðan skilaboð þegar bíllinn er mættur á svæðið. Þá er hægt að láta ýmiss konar sérþarfir ráða för og verður til dæmis hægt að biðja sérstaklega um lítinn bíl, stóran bíl, reyklausan bíl eða bíl þar sem hundar eru velkomnir um borð. Ennþá verður hægt að greiða með reiðufé og korti en einnig verður hægt að greiða með appinu. Þá geta farþegar skipt fargjaldinu sín á milli og hver greitt á sinn máta. Að ferðinni lokinni fá farþegar skilaboð þar sem nafn og númer leigubílstjórans kemur fram. Er þá síðar hægt að biðja um sama bílstjóra auk þess sem auðveldara verður að hafa samband við hann ef eitthvað gleymist til dæmis í bílnum. Þá geta viðskiptavinir loks gefið bílstjóranum einkunn kjósi þeir að gera svo.

Hentar betur en Uber fyrir íslenskan markað

Appið gerir pöntunarkerfi BSR einnig auðveldara að því leyti að pantanir fara beint til leigubílstjóranna og þarf miðstöðin því ekki að vinna úr þeim. Gæti þetta því sparað nokkurn tíma og gert þjónustuna skilvirkari.

Nokkur umræða hefur verið um leigubílaþjónustu Uber eftir að greint var frá því að nægi­lega mörg­um und­ir­skrift­um verið safnað á vefsíðu leigu­bílaþjón­ust­unn­ar til þess að fyr­ir­tækið geti hafið starf­semi í Reykja­vík. Aðspurður hvort appið geri BSR samkeppnishæfari á markaðnum komi Uber til landsins segir Guðmundur kerfi BSR henta mun betur fyrir íslenskan markað þar sem leyfi þurfi fyrir leigubílaakstri.

Hægt er að gefa bílstjóranum einkunn með appinu.
Hægt er að gefa bílstjóranum einkunn með appinu. Jim Smart
Guðmundur segir appið henta betur en Uber fyrir íslenskan markað.
Guðmundur segir appið henta betur en Uber fyrir íslenskan markað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK