Verð á olíu lækkað um 40% á árinu

Verð á olíu hefur lækkað um tæp 40% á síðustu …
Verð á olíu hefur lækkað um tæp 40% á síðustu 12 mánuðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um tæp 40 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum og er það  hraðasta lækkun olíuverðs síðan það hrundi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008 þegar heimsmarkaðsverð á flestum hrávörum lækkaði verulega.

Sögulega hefur svo skörp lækkun ávallt komið til samfara stórviðburðum í heiminum. Mikil lækkun varð á olíuverði eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og þar á undan kom mikil verðlækkun vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar 1998. Lækkunina núna má hins vegar ekki rekja til neins einstaks atburðar og hefur hún fyrst og fremst verið skýrð með því að heimsframleiðsla á olíu hefur aukist hraðar en eftirspurnin, öfugt við megnið af síðustu árum.

Bregðast ekki við verðlækkunum

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, standa á bak við 40% heimsframleiðslu olíu. Samtökin hafa oft brugðist við verðlækkunum með því að draga úr framleiðslu til að snúa við verðþróuninni en á fundi þessara ríkja í nóvember var hins vegar ákveðið að bregðast ekki sérstaklega við þessum lækkunum hvað sem síðar kann að verða.

Efnahagsleg áhrif hér á landi

Verði þessi verðlækkun varanleg, eða í það minnsta langvarandi, má búast við að það hafi umtalsverð jákvæð efnahagsleg áhrif hér á landi. Innflutningur á eldsneyti og smurolíu til landsins nam 90,4 milljörðum króna á fyrstu 10 mánuðum ársins en meðalverð á tunnu á því tímabili var 104,7 dollarar. Meðalverðið í nóvember var hins vegar 79,7 dollarar á tunnu og 66,7 dollarar það sem af er liðið desembermánuði. Í dag er þá verðið um 60 dollarar á tunnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK