Delta lengir ferðatímabilið til New York

Boeing 757 vél Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli.
Boeing 757 vél Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli. mbl.is

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun fljúga daglega milli Íslands og New York næsta sumar, líkt og síðastliðið sumar. Delta hefur jafnframt lengt ferðatímabilið um rúman mánuð og byrjar að fljúga 2. maí 2015.

Þetta er fimmta sumarið í röð sem Delta býður upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Kennedy-flugvallar (JFK) í New York, segir í fréttatilkynningu.

Flogið verður með Boeing 757-þotu félagsins. Flugleiðin er hluti af sameiginlegu leiðakerfi Delta og Air France-KLM.

„Tölur Ferðamálastofu sýna að ferðamönnum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgaði um nærri 30% á síðasta ári miðað við 2013,“ er haft eftir Perry Cantarutti, forstjóra Delta í Evrópu, Austurlöndum nær og Afríku, í fréttatilkynningu. Við erum stolt af því að taka þátt í þessum vexti og sömuleiðis að geta boðið Íslendingum valkost á leið þeirra til Bandaríkjanna. Frá Kennedyflugvelli bjóðum við jafnframt tengiflug til 60 áfangastaða í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Karabíska hafinu.“

Í fréttatilkynningunni segir einnig að um borð í farkostum Delta sé boðið upp á allt að 24 sæti í viðskiptafarrými. Í Economy Comfort-farrýminu er aukið bil á milli sæta og hægt að halla sætisbökum 50% meira aftur en á almennu farrými. Máltíðir eru innifaldar á öllum farrýmum í áætlunarflugi Delta og minnst ein 23 kg ferðataska og handfarangur.

Afþreyingarkerfi stendur öllum farþegum til boða á flugleiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK