Leita eiganda hjólastóla og jóladóts

Farmurinn kom til landsins með Samskipum fyrir sjö árum.
Farmurinn kom til landsins með Samskipum fyrir sjö árum. Jónína Óskarsdóttir

Samskip hafa stefnt manni sem átt hefur farm í geymslu hjá fyrirtækinu í tæp sjö ár. Þar á meðal eru tveir gamlir hjólastólar, flygill, jóladót og „risastór stóll“. Farmurinn var í 40 feta gámi sem kom til landsins í með Arnarfelli þann 22. apríl 2008.

Í farminum má þá einnig finna fjölda stóla, dúkkuhús, myndavélar, málverk, gamlar sagir og ballerínu.

Stefnan var birt í Lögbirtingarblaðinu í gær þar sem maðurinn finnst ekki. Hann er skráður til heimilis í London og hefur birting verið reynd á því heimilisfangi. Þá finnst ekki annað heimilisfang þrátt fyrir viðamikla leit lögmanns Samskipa á netinu að því er fram kemur í stefnunni.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til að greiða rúmar sex milljónir vegna geymslugjalds og kostnaðar vegna gámsins en auk þess er krafist staðfestingar með dómi á veðrétti og haldsrétti í farminum. Í stefnunni kemur jafnframt fram að að lögmaðurinn sé með aðra kröfu á hendur manninum í innheimtu.

Í Lögbirtingarblaðinu má sjá að þónokkur fyrirtæki eru með kröfu á hendur manninum í innheimtu, eitt vegna kaupa á lyftu og uppsetningu hennar og annað vegna trygginga en einnig hefur verið reynt að birta honum stefnu vegna ógreiddra húsfélagsgjalda, orkureikninga og fasteignagjalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK