Inga í fyrstu Snapchat fréttinni

Inga Eiríksdóttir
Inga Eiríksdóttir Skjáskot úr frétt Cosmo á Snapchat

„Viðskiptavinir hafa stundum viljað að ég væri stærri en við höfum alltaf fundið út úr því með púðum eða í eftirvinnslu,“ er haft eftir fyrirsætunni Ingu Eiríksdóttur, í fyrstu Snapchat frétt bandaríska tímaritsins Cosmopolitan.

Á þriðjudaginn kynnti samfélagsmiðillinn Snapchat umfangsmiklar breytingar á appinu þar sem fréttir frá völdum fjölmiðlum munu birtast í nýjum hluta miðilsins er nefnist „Discover“. Meðal fyrirtækja sem Snapchat samdi við eru CNN, Cosmopolitan, ESPN og National Geographic. Hægt verður að skoða fréttirnar í 24 klukkustundir eftir að þeim er hlaðið inn en þær hverfa að því loknu.

Breytir ekki líkama sínum

Í einni af fyrstu fréttum Cosmo er rætt við fyrirsætur sem teljast í yfirstærð eða svokölluð „Plus-size models“. Þeirra á meðal er Inga, sem er íslensk fyrirsæta, sem býr í New York. Hún segist hafa ákveðið að breyta aldrei líkama sínum fyrir viðskiptavini eftir að hafa glímt við það að þurfa sífellt að grennast þegar hún starfaði sem „hefðbundin“ fyrirsæta. Inga segist oft hafa fengið að heyra að hún væri ekki nógu þykk til þess að teljast í yfirstærð.

„Ég get skilið að konur í yfirstærð vilji sjá fyrirsætur sem endurspegla þeirra eigin stærð. Það fer eftir vörumerkinu sem um ræðir hvort betra sé að hafa þær stærri eða minni og það kemur fram í sölutölunum,“ segir Inga. „Ég er virkilega ánægð að sjá framgöngu þeirra sem eru „mitt á milli“ þar sem það eru svo margar frábærar fyrirsætur sem hvorki flokkast sem stærri eða minni,“ segir hún. Þá segist hún telja að í framtíðinni muni fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum komast að, án þess að þær séu flokkaðar á einhvern hátt.

Helsta tekjulindin

Snapchat hef­ur unnið að „Disco­ver“ hlut­an­um í nokkra mánuði og er hon­um ætlað að verða helsta tekju­lind fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tækið er í dag metið á um tíu millj­arða Banda­ríkja­dala en óljósara hefur verið um tekjuinnstreymi þess. Markvisst er nú greinilega unnið að breytingum þar á, þar sem auglýsingar tóku nýverið að birtast í appinu auk nýju uppfærslunnar. 

Snapchat var stofnað í sept­em­ber 2011 af þrem­ur nem­end­um í Stan­ford-há­skóla í Kali­forn­íu, þeim Evan Spieg­el, Reggie Brown og Bobby Murp­hy en með for­rit­inu er hægt að taka mynd­ir og mynd­skeið á farsíma og senda til vina sem aðeins eiga að geta séð þær í nokkr­ar sek­únd­ur.

For­stjóri þess og einn stofn­anda, hinn 24 ára gamli Evan Spieg­el, er ekki gjarn á að gefa of mikl­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­hag og rekstr­armód­el Snapchat en þó hef­ur hann sagt stærst­an hluta not­enda vera á aldr­in­um 18 til 25 ára. Þá er ljóst að í síðastliðnum maí horfðu not­end­ur á rúm­an einn millj­arð af „sög­um“ (e. My Story) og sendu um 700 millj­ón­ir mynda eða mynd­skeiða á milli á degi hverj­um. Er þetta gíf­ur­leg­ur vöxt­ur ef horft er á töl­ur frá því í októ­ber í fyrra þegar um 350 millj­ón­ir mynda fóru dag­lega á milli.

Mbl.is: Milljarða virði en engar tekjur

Discover hlutnum er ætlað að verða ein helsta tekjulind Snapchat.
Discover hlutnum er ætlað að verða ein helsta tekjulind Snapchat.
Evan Spiegel, forstjóri Snapchat.
Evan Spiegel, forstjóri Snapchat. Mynd af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK