Fékk milljarða frá ríkustu konu Frakklands

Francoise Bettencourt-Meyers
Francoise Bettencourt-Meyers AFP

Dóttir erfingja L'Oreal auðæfanna, ríkustu konu Frakklands, segir besta vin móður sinnar hafa verið svikahrapp sem vildi ekkert fremur en að rústa fjölskyldunni. Réttarhöld í dramatísku máli sem teygt hefur anga sína allt til Nicolas Sarkozy, fyrrum Frakklandsforseta, hófust í dag.

Tíu vinir Liliane Bettencourt's voru ákærðir fyrir misneytingu eftir að dóttir hennar, Francoise Bettencourt-Meyers, lagði fram kæru. Hún telur hina ákærðu hafa misnotað sér andlega vanheilsu móður sinnar og fengið hana til að gefa sér peninga og aðra verðmæta muni.

Fékk 60,5 milljarða og málverk

Ljósmyndarinn Francois-Marie Banie er einn hinna ákærðu en fyrir liggur að Bettencourt gaf honum um 400 milljónir evra í reiðufé, eða um 60,5 milljarða íslenskra króna, auk verðmætra málverka eftir Picasso og Monet. Banie er m.a. er guðfaðir dóttur Johnny Depp. Hann mun gefa skýrslu fyrir dómi síðar í vikunni.

Bettencourt gaf skýrslu í dag og lýsti því að Banier hefði allt frá árinu 1993 tekið virkan þátt í fjölskyldulífinu Hún sagði Banier hafa þurft að vita af öllu sem gerðist innan fjölskyldunnar og viljað stjórna öllu í húsinu. Þá kennir hún Benier um ósætti milli þeirra mæðgna og segir hann hafa sagt móður sinni lygasögur. Sagði hún að móðir sín hefði á einum tímapunkti bætt Banier inn í erfðaskrána, þótt hún hafi fljótlega afturkallað það.

Í dag kom þá einnig í ljós að hjúkrunarfræðingur Bettencourt, sem er einn hinna ákærðu, reyndi að fremja sjálfsmorð rétt fyrir réttarhöldin og liggur nú á sjúkrahúsi.

Bettencourt-Meyers lagði upphaflega fram kæru á hendur Banier á árinu 2007, um mánuði eftir að faðir hennar lést en hún sagði hann hafa varað sig við honum.

Laumaði peningum til Sarkozy

Málið vakti athygli um árið þegar upp komst að bryti Bettencourt hafði þegið 12 milljónir evra í reiðufé og framlög frá henni. Brytinn er einnig ákærður fyrir að hafa fengið Bettencourt til þess að afhenda stjórnmálamönnum og vinum hans peninga. Þeirra á meðal er Eric Woerth, sem einnig er ákærður í málinu, en hann stjórnaði kosningarherferð Nicolas Sarkozy, fyrrum Frakklandsforseta á árinu 2007. Formleg rannsókn fór fram á málinu á sínum tíma en hún var látin niður falla í október 2013 vegna skorts á sönnunargögnum.

Bettencourt var svipt sjálfræði á árinu 2011 sökum andlegrar vanheilsu.

Francois-Marie Banier
Francois-Marie Banier AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK