Walker: Iceland í „djúpum skít“

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland.
Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland. mbl.is/Eyþór

Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi, segir að fyrirtækið sé í „djúpum skít“ eins og sakir standa. Hann lofar því hins vegar að fyrirtækið muni ná sér á strik sem allra fyrst og koma sterkt til baka.

Hann segir að vegna þrýstings af hálfu þýskra heildsala hafi seinustu tvö ár verið verslunarkeðjunni afar erfið. Til marks um það hafi hagnaðurinn hvorki meira né minna en helmingast.

Fjallað er um málið á breska fréttavefnum Daily Post. Haft er eftir Walker að hann hlakki til að takast á við erfiðar áskoranir. „Seinustu tvö til þrjú ár hafa verið svo erfið og hagnaðurinn okkar á þessu ári hefur helmingast, þannig að við erum í djúpum skít,“ segir Walker en bendir þó á að fyrirtækið hafi tvisvar áður snúið til baka úr erfiðri, jafnvel vonlausri, stöðu. 

Endurfjármögnun verslunarkeðjunnar lauk í september í fyrra en alls söfnuðust um 950 milljónir breskra punda í skuldabrétafútboði fyrirtækisins.

Malcolm Wal­ker og lyk­il­stjórn­end­ur Iceland Foods keyptu 77% hluta­fjár í fyrirtækinu árið 2012 af Lands­bank­an­um og Kaupþingi. Lán­in sem tek­in voru vegna kaup­anna voru greidd upp með end­ur­fjármögn­un­inni. 

Baug­ur átti áður Ice­land Foods en fyr­ir­tækið endaði hjá Lands­bank­an­um að mestu eft­ir hrun. 

Um 500 manns starfa í höfuðstöðvum Iceland og allt að 25 þúsund manns í verslunum keðjunnar víðs vegar um Bretland.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK