Hagnaður Spalar 445 milljónir

Vegaslá við Hvalfjarðargöng.
Vegaslá við Hvalfjarðargöng.

Tekjur Spalar af veggjaldi í Hvalfjarðargöngunum í fyrra námu 1.136 milljónum króna. Það er 4,1% aukning á milli ára. Umferðin í göngunum jókst um 2,7% í fyrra, sem er svipað og verið hefur undanfarin tvö ár.

Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, birti ársuppgjör 2014 í Kauphöll Íslands í dag vegna sextánda fjárhagsárs félagsins.

Hér að neðan má sjá helstu niðurstöðu ársuppgjörsins:

  • Hagnaður eftir skatta nam 445 milljónum króna á rekstrarárinu 2014 en var 355 milljónir króna 2013.

  • Hagnaður eftir skatta á 4. ársfjórðungi 2014 nam 56 milljónum króna en var 38 milljónir króna á sama tímabili 2013.

  • Greiðsluflæðið gefur betri mynd af gangi félagsins vegna þess að vísitöluhækkanir lána dreifast til greiðslu til loka lánstímans 2018. Félagið greiddi um 643 milljónir króna í afborganir og vexti 2014 en 657 milljónir króna 2013.

  • Tekjur af veggjaldi námu 1.136 milljónum króna 2014 en 1.091 milljón króna 2013.

  • Rekstrarkostnaður án afskrifta var 335 milljónir króna en var 329 milljónir króna 2013. Kostnaður jókst vegna viðhalds, rafmagns og launa en lækkaði vegna trygginga.

  • Afskriftir námu 121 milljón króna en voru 120 milljónir króna 2013.

  • Fjármunatekjur og fjármunagjöld lækkuðu um 74 milljónir króna frá fyrra ári.

  • Skuldir Spalar námu 3.101 milljón króna í lok árs 2014 en voru 3.473 milljónir króna í lok árs 2013. Þær lækkuðu þannig um 372 milljónir króna á liðnu ári, sem skýrist aðallega af afborgunum langtímalána.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka