Guðrún endurkjörin formaður SÍ

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðþingi 2016. Kosningaþátttaka var 76,9%.

Alls gáfu níu kost á sér til almennrar stjórnarsetu. Kosið var um fimm sæti og hlutu þessi flest atkvæði: Gylfi Gíslason, JÁVERK ehf., Katrín Pétursdóttir, Lýsi hf., Lárus Jónsson, Rafþjónustan slf., Ragnar Guðmundsson, Norðurál ehf. og Jón Gunnar Jónsson, Actavis ehf.                                                                                               

Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason GT Tækni ehf., Eyjólfur Árni Rafnsson Mannvit hf., Sigsteinn P. Grétarsson Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir Mentor ehf.     

Þau fjögur sem komu næst að atkvæðatölu eru kjörin til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn samtakanna.

Það eru Agnes Ósk Guðjónsdóttir, Agnes ehf., Ágúst Andrésson, kjötafurðastöð KS, Gestur G. Gestsson, Advanina hf. og Gunnar Tryggvi Halldórsson, SAH afurðir ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK