Spá minni hagnaði í Bandaríkjunum

Fjármálahverfið Wall Street í New York.
Fjármálahverfið Wall Street í New York. AFP

Fjármálagreinendur spá því að hagnaður fyrirtækjanna að baki S&P 500-vísitölunni, sem eru öll helstu skráðu fyrirtækin í Bandaríkjunum, muni dragast saman og verði minni á öðrum fjórðungi ársins, borið saman við sama tímabil í fyrra.

Ef spáin gengur eftir verður það í fyrsta sinn eftir fjármálahrunið haustið 2008 að hagnaður bandarískra fyrirtækja dragist saman tvö ársfjórðunga í röð.

Í frétt Financial Times er þó bent á að gert sé ráð fyrir að hagnaður fyrirtækjanna aukist á nýjan leik á seinni hluta ársins. Þó eru blikur á lofti, en skýrar vísbendingar eru um að fjárfestar hafi í meira mæli leitað til Evrópu á undanförnum missserum.

S&P 500-vísitalan hefur hækkað um 250% á undanförnum sex árum og telja sumir greinendur að hlutabréf bandarískra fyrirtækja séu orðin of dýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK