Fá 85% lán fyrir fyrstu íbúð

Bankinn gerir tvær kröfur, lánið verður að vera undir 30 …
Bankinn gerir tvær kröfur, lánið verður að vera undir 30 milljónum og að minnsta kosti fjórðungur þess verður að vera verðtryggður.

Viðskiptavinum Arion banka sem festa kaup á sinni fyrstu íbúð bjóðast nú betri kjör en öðrum viðskiptavinum. Almennt veitir bankinn lán fyrir allt að 80% af markaðsvirði fasteigna en viðskiptavinir sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti geta fengið lán sem nemur 85% af markaðsvirði íbúðarinnar.

Bankinn gerir tvær kröfur, lánið verður að vera undir 30 milljónum og að minnsta kosti fjórðungur þess verður að vera verðtryggður. Lántökugjöld falla niður þegar um kaup á fyrstu íbúð er að ræða.

„Við höfum fundið fyrir þörf og áhuga á því að hafa þennan valkost, að geta fengið hærra lánshlutfall. Hingað til höfum við horft á hvert tilfelli fyrir sig en ákváðum setja saman þess kjör og láta öllum þeim sem standast greiðslumat og önnur skilyrði standa þetta til boða,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, aðspurður um hvort starfsmenn bankans hafi fundið fyrir mikilli þörf fyrir kjör af þessu tagi.

Aðspurður segir Haraldur Guðni að fyrstu kaup á íbúðamarkaðinu hér á landi séu um 1.500 til 2.000 á hverju ári og eru tekin lán fyrir hluta þeirra hjá Arion banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK